EN

18. mars 2021

Við leitum að markaðsfulltrúa

Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að markaðsfulltrúa. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs í 100% starfshlutfalli. Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2021.

Markaðsfulltrúi vinnur að fjölbreyttum verkefnum í markaðsdeild og hefur m.a. daglega umsjón með vef og samfélagsmiðlum hljómsveitarinnar, stafrænni markaðssetningu og úrvinnslu markaðsefnis fyrir stafræna miðla. Markaðsfulltrúi tekur þátt í innri og ytri markaðssetningu og framkvæmd markaðsáætlunar. Við leitum að hugmyndaríkum, metnaðarfullum og drífandi einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa í fjölbreyttu og skapandi umhverfi.

Menntunar- og hæfniskröfur

• Menntun og reynsla sem nýtist í starfi

• Reynsla af vefumsjón, samfélagsmiðlum og stafrænni markaðssetningu

• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu máli

• Skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð

• Frumkvæði og sköpunargleði

• Góðir samskiptahæfileikar og metnaður til að ná árangri

• Reynsla af grafískri vinnu er kostur

• Áhugi og innsýn í heim klassískrar tónlistar er kostur

Markaðsfulltrú heyrir undir markaðs- og kynningarstjóra. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs í 100% starfshlutfalli og laun greiðast samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2021.Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn og starfsferilsrá á starf@sinfonia.is.

Einnig er hægt að sækja um starfið á vef Alfreð

Nánari upplýsingar má finna hér