EN

Carmina Burana

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
1. jún. 2023 » 20:00 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.700 - 7.700 kr.

Líklegt má telja að ekkert klassískt tónverk frá 20. öld hafi notið jafn mikilla vinsælda og Carmina Burana eftir þýska tónskáldið Carl Orff. Heiti verksins kemur úr handriti frá 12. og 13. öld þar sem er að finna trúar-, drykkju- og ástarsöngva. Upphafskaflinn, O  Fortuna, þar sem sungið er um gæfuhjólið sem snýst í sífellu og breytir stöðu manna á augabragði, er án efa þekktasti hluti verksins en tónlistina úr Carmina Burana má heyra víða, meðal annars í auglýsingum, kvikmyndum og tölvuleikjum.

Hér tekur stór hópur kóra og einsöngvara saman höndum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og flytur verkið undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar.

*Tónleikarnir eru u.þ.b. klukkustundarlangir án hlés.

Sækja tónleikaskrá