Sinfónían flytur í Hörpu
Sinfóníuhljómsveit Íslands kvaddi Háskólabíó þann 15. apríl og gekk fylktu liði að Hörpu þar sem fyrsta hljóðprufan var haldin í nýjum tónleikasal. Á leiðinni léku lúðraþeytarar og slagverksleikarar Sinfóníunnar á sín hljóðfæri. Lokatónleikar í Háskólabíói fóru fram kvöldið áður, en þar hefur hljómsveitin frá árinu 1961.