EN

30. apríl 2019

27 grunnskólar á skólatónleikum í vikunni

Í vikunni tekur Sinfóníuhljómsveit Íslands á móti um 3.000 nemendum frá 27 grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Á tónleikunum leikur hljómsveitin tónlistarævintýrið Strákurinn og slikkeríið eftir Jóhann G. Jóhannsson. Unnsteinn Manuel Stefánsson og Brynhildur Guðjónsdóttir flytja söguna um lítinn dreng sem dreymir um að eignast sína eigin sælgætisbúð og þremur kostulegum vinum hans úr dýraríkinu: gíraffa, pelíkana og apa.

Á hverju starfsári heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands fjölmarga skólatónleika þar sem nemendum, allt frá leikskólaaldri til framhaldsskólanema, er boðið að hlusta á vandaða dagskrá í tali og tónum. Á síðasta starfsári tók hljómsveitin á móti og heimsótti ríflega 16.500 skólabörn víðsegar á landinu.

Nemendur eftirtalinna skóla sækja skólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í vikunni: Álftanesskóli, Ártúnsskóli, Breiðagerðisskóli, Brúarlandsskóli, Brúarskóli, Dalskóli, Fellaskóli, Flataskóli, Háaleitisskóli, Háaleitisskóli, Hamraskóli, Hofsstaðskóli, Kelduskóli, Lækjarskóli, Landakotsskóli, Langholtsskóli, Melaskóli, Öldutúnsskóli, Sæmundaskóli, Selásskóli, Sjálandsskóli, Smáraskóli, Urriðaholtsskól, Vættaskóli, Varmárskóli, Vogaskóli og Waldorfskólinn Sólstafir.