EN

11. febrúar 2019

3.000 nemendum frá 30 grunnskólum boðið á tónleika

Í vikunni tekur Sinfóníuhljómsveit Íslands á móti um 3.000 nemendum á þrennum skólatónleikum í Eldborg. Á tónleikunum leikur hljómsveitin m.a. verk eftir Grieg, Beethoven, Dvořák og John Williams undir stjórn Tung-Chieh Chuang sem hlaut fyrstu verðlaun í hinni virtu Malko-hljómsveitarstjórakeppni árið 2015. Halldóra Geirharðsdóttir, kynnir tónleikanna, fjallar um verkin og tónskáldin á sinn einstaka og einlæga hátt ásamt því að draga upp myndir af mennsku og tilfinningum í nútíð og þátíð.

Nemendur eftirtalinna skóla sækja skólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í vikunni: Alþjóðaskólinn á Íslandi, Austurbæjarskóla, Beiðholtsskóli, Brúarskóli, Dalaskóli, Fellaskóli, Garðaskóli, Hamraskóli, Hraunvallaskóli, Húsaskóli, Klettaskóli, Lækjarskóli, Lágafellskóli, Langholtsskóla, Laugalækjarskóli, Melaskóla, Öldutúnsskóli, Sæmundarskóli, Salaskóli, Selásskóli, Setbergsskóli, Sjálandsskóli, Smáraskóli, Tjarnarskóli, Vættaskóli, Varmárskóli, Vesturbæjarskóli, Víðistaðaskóli, Vogaskóli og Waldorfskólinn.