EN

23. ágúst 2017

Sinfónían á ferð og flugi

Hljómsveitin heimsækir skóla og vinnustaði

Næstu daga verður Sinfóníuhljómsveit Íslands á ferð og flugi. Í dag heimsækjum við Háskólann í Reykjavík og leikum fyrir nemendur og starfsfólk skólans á hádegistónleikum.

Á morgun verður svo förinni heitið í Álverið í Straumsvík þar sem leikið verður fyrir starfmenn og því næst er haldið í Smáralind þar sem hljómsveitin heldur tónleika kl. 16 og eru allir velkomnir þangað.

Hljómsveitin verður á léttu nótunum og leikur þekkta klassíska hljómsveitarslagarar eins og Ungverskan dans eftir Brahms, Can-Can sem margir ættu að kannast við úr kvikmyndinni „Moulin Rouge“ og tiltillagið úr myndinni  „Pirates of the Caribbean“.