EN

15. mars 2019

Aiōn

Anna Þorvaldsdóttir og Erna Ómarsdóttir skapa saman nýtt tón- og dansverk

Íslenski dansflokkurinn og Sinfóníuhljómsveit Ísland héldu í dag fyrstu æfingu fyrir Aiōn, sem er nýtt tón- og dansverk eftir þær Önnu Þorvaldsdóttur og Ernu Ómarsdóttur.

Anna og Erna eru báðar búnar að stimpla sig inn á heimsvísu sem miklir áhrifavaldar hvor í sinni listgrein. Anna Þorvaldsdóttir er staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hafa verk hennar verið flutt af fremstu hljómsveitum heims, m.a. Fílharmóníusveitunum í Berlín, New York og Los Angeles. Erna Ómarsdóttir er listdansstjóri Íslenska dansflokksins og hefur hún hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín sem sýnd hafa verið á helstu listahátíðum og leikhúsum í Evrópu og víðar.

Aiōn er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Gautaborgar, en verkið verður frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar og Íslenska dansflokknum þann 24. maí í Tónlistarhúsinu í Gautaborg.

Sinfóníuhljómsveit Íslands og dansflokkurinn munu svo sýna verkið í Eldborg í Hörpu í apríl 2020. Finnski hljómsveitastjórinn Anna-Maria Helsing stjórnar hljómsveitinni hér heima og í Gautaborg.

Aiōn er innblásið af óræðri hugsun um tímann og ferðalag milli vídda og skapar þar með töfrandi heim þar sem listgreinarnar mætast á óvanalegan hátt.