EN

13. október 2019

Blásarasveit Sinfóníunnar á faraldsfæti

Blásarasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands ferðast um borg og bý í vikunni og heimsækir dvalarheimili og félagsmiðstöðvar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og leikur létta og skemmtilega dagskrá. Sveitin kemur víða við og heimsækir dvalarheimilin Fríðuhús, Sóltún, Þorrasel, Múlabæ, Maríuhús og Sunnuhlíð ásamt félagsmiðstöðvunum á Vitatorgi og í Mörkinni. Á ferð sinni um bæinn heimsækir sveitin einnig Hugarafl en hljómsveitin hefur átt í góðu samstarfi við félagið síðustu misseri og hlupu starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands til styrktar Hugarafli í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst síðastliðnum.

Tréblásarakvintettinn lék m.a. fyrir heimilisfólk á dvalarheimilinu í Sóltúni