EN

22. mars 2020

Daglegt streymi frá Hörpu

Harpa, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan taka höndum saman og bjóða upp á lifandi tónlistarstreymi úr Eldborg kl. 11:00 flesta morgna á meðan samkomubann varir. Tónleikar vara í um 20–30 mínútur og verður streymt í beinni á
YouTube-rás Hörpu, á menningarvef RÚV og á sjónvarpssrásinni RÚV 2.

Næsta streymi


Föstudagur 3. apríl 

Félagar í Sinfóníuhljómsveit Íslands, þau Nimrod Ron, túba, Nicola Lolli, fiðla, Justyna Bidler, fiðla, Łucja Koczot,víóla og Steiney Sigurðardóttir, selló flytja undurfallega tónlist eftir Franz Schubert Jean Françaix og David Baker. 

 

Liðnir viðburðir

Fimmtudagur 2. apríl
Djassgítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson og píanóleikarinn Agnar Már Magnússon flytja frumsamda ópusa í bland við ástsæla og dúnmjúka djassstandarda. 

  

Þriðjudagur 31. mars
Hallveig Rúnarsdóttir, sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanó flytja lagaflokkinn Stúlkan heiðinni (Haugtussa) eftir Edvard Grieg við ljóð Arne Garborg og ramma flokkinn inn með íslenskum sönglögum eftir Jórunni Viðar og Tryggva M. Baldvinsson. 

 

Miðvikudagur 1. apríl 
Duo Harpverk er skipað Katie Buckley, hörpuleikara og Frank Aarnink, slagverksleikara sem bæði eru í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ásamt dansaranum Felix Urbina Alejandre úr Íslenska dansflokknum flytja þau spennandi dagskrá sem samanstendur af tónlist eftir Oliver Kentish, Daníel Bjarnason og Völu Gestsdóttur. 

 


Mánudagur 30. mars
Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari og einn af meðlimum Sinfóníuhljómsveitar Íslands flytja heillandi prógram fyrir fiðlu og píanó. Á meðal verka á efnisskrá er ungverskur dans eftir Brahms, Tango Jalouise eftir Gade og Méditation úr óperunni Thaïs eftir Jules Massenet.

Föstudagur 27. mars kl. 11.
Hið ómótstæðilega Dúó Stemma skipað víóluleikaranum Herdísi Önnu Jónsdótturog Steef van Oosterhout slagverksleikara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Sunnudagur 22. mars kl. 11.
Gissur Páll Gissurarson og Árni Heiðar Karlsson hefja leikinn með sígrænum sönglögum og aríum, úr suðri og norðri. Lög og ljóð eftir Puccini, Sigvalda Kaldalóns, Tosti og fleiri.

 

Mánudagur 23. mars kl. 11.

Tangóar og tríó eftir Atla Heimi Sveinsson, F. Borne og Jósep Haydn í flutningi hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar ÍslandsÁshildar Haraldsdóttur, Bryndísar Höllu Gylfadóttur og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur.

 

Þriðjudagur 24. mars kl. 11. 
Aría dagsins í boði Íslensku óperunnar með Kristjáni Jóhannessyni og Bjarna Frímanni Bjarnasyni.

 

Miðvikudagur 25. mars kl. 11. 
Mozart á miðvikudegi – Serenaða í c-moll eftir W. A. Mozart í flutningi blásaraoktetts úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Fimmtudagur 26. mars kl.11
Rússneskir ljóðasöngvar og vinsælir slagarar í flutningi Nathalíu Druzin Halldórsdóttur og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur.