EN

4. september 2018

Ein hljómsveit – tvennir tímar

Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, tekin tali

„Þetta er svo magnað, þegar við ýtum nýju starfsári úr vör – þessi til tilfinning kemur í hvert einasta skipti,“

„Eftirvænting“ er fyrsta orðið sem kemur Örnu Kristínu Einarsdóttur, framkvæmda-stjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, í hug þegar hún er spurð út í veturinn framundan. „Spennan og eftirvæntingin yfir því sem framundan er, öllum þessum frábæru tónleikum og spennandi listamönnum, jafnt okkar góðu fastagestum og þeim sem við fáum að kynnast. Þannig er það líka í vetur. Við ræktum sambandið við góðvini hljómsveitarinnar á borð við hljómsveitarstjórana Osmo Vänskä, Vladimir Ashkenazy og Petri Sakari, en kynnumst líka nýjum og spennandi listamönnum - stjórnendum og einleikurum í fremstu röð.

Listin nærist á spennunni

En það eru ekki bara tónleikarnir sjálfir sem skipta máli, enda er samfélagsleg vídd hljómsveitarstarfsins Örnu Kristínu mikið hjartans mál. Til dæmis þegar kemur að jafnréttismálum sem mjög hafa verið í umræðunni að undanförnu, ekki síst í klassíska tónlistarheiminum, þar sem langstærstur hluti  fluttra tónverka eru eftir karla. „Ég held að nú sé komið að því að klassíski heimurinn verði að gera þetta upp við sig. Þetta er auðvitað hluti af því að vera sinfóníuhljómsveit sem byggir á arfleifð liðinna tíma, en tilheyrir á sama tíma samfélagi nútímans, því samfélagi sem veitir okkur brautargengi – og  ármagnar starfsemi okkar. Við getum ekki bara horft í baksýnisspegilinn, heldur verðum að spegla samtíma okkar og þjóðfélag. Við erum þannig ein hljómsveit sem spannar tvenna tíma,“ segir Arna. „Í því felst ákveðin glíma sem myndar ákveðna spennu. En spennan er af hinu góða. Oft þarf að vera svolítil spenna í listum svo eitthvað gerist. Það sem kannski er mest aðkallandi núna er staða kvenna, bæði á hljómsveitarstjórapallinum og á meðal tónskálda. Nú þarf að leiðrétta þetta – og það þarf að gera með handafli, því það er ekki hægt að láta hlutina gerast af sjálfu sér. Þá tækju þeir svo langan tíma,“ segir Arna og tekur fram að konur séu ekki bara helmingur mannkyns, heldur líka meira en helmingur tónleikagesta.

Byltingin bak við tjaldið

„Það vill þannig til að í klassíska heiminum eigum við stórkostlega sögu sem sannar að kynin eru jafn góð,“ segir Arna. „Sagan hefst í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum, þegar kröfunni um faglegra ráðningarferli um stöður í sinfóníuhljómsveitum var svarað með því að láta umsækjendur leika á bak við tjald í áheyrnarprufum svo dómnefnd gæti aðeins heyrt í umsækjendum en ekki séð. Þetta var gert til að koma í veg fyrir að aðrir þættir eins og klíkuskapur réðu ráðningarmálum. Sem óvænt hliðarverkun sem enginn hafði séð fyrir hafði þessi faglega nálgun þau áhrif að hlutur kvenna jókst til muna. Konur fóru að vinna prufuspil til jafns við karlana. Fram að því hafði hreinlega verið litið svo á að konur væru bara ekki eins músíkalskar!“ segir Arna og hlær, enda virðist sú ályktun enn  arstæðukenndari þegar talið berst að frábærum árangri íslenskra tónlistarkvenna síðustu ár. Ein þeirra er einmitt Anna Þorvaldsdóttir, sem tók við sem staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands í ársbyrjun. „Við erum afar stolt að hafa fengið Önnu Þorvaldsdóttur í þessa stöðu, og það hefur verið magnað að fylgjast með hennar ferli,“ segir Arna Kristín og bætir við að hún sé ekki viss um að Íslendingar geri sér almennt grein fyrir velgengni Önnu á erlendri grund. „Hún er búin að skáka Jóni Leifs í vinsældum meðal sinfóníuhljómsveita um allan heim. Við bindum miklar vonir við samstar ð. Þetta er margþætt samstarf, staðartónskáldið situr í verkefnavalsnefnd, leiðir tónskáldasmiðju og leggur okkur lið í listrænni stefnumótun. Það  nnst mér skipta miklu máli. En svo hlökkum við auðvitað til að  ytja verkin hennar Önnu – til dæmis hið nýja Metacosmos, sem New York-fílharmónían  utti síðasta vor við mikinn fögnuð,“ segir Arna Kristín, og bætir við að leið Önnu Þorvaldsdóttur upp á stjörnuhimininn sé gott dæmi um hve hratt hlutirnir geti breyst. „Það gerir þessa tíma sem við lifum á svo spennandi,“ bætir hún við.

Blómaskeið byggt á menntun

En er ekki svolítið sérstakt hvað íslensk tónlist hefur öðlast veigamikinn sess í menningarlegri sjálfsmynd Íslendinga frá opnun Hörpu árið 2011? „Ég fæ gæsahúð við tilhugsunina! Í þessu samhengi má auðvitað ekki gleyma því mikla og langa uppbyggingarstar  sem tónlistarskólar um allt land hafa unnið. Við sinnum okkar þætti í því star  líka af ástríðu, en um  órðungur starfsemi SÍ fellur undir fræðslustarf. Við fáum um  mmtán þúsund nemendur á öllum skólastigum á tónleika árlega og förum í skólaheimsóknir. Svo leggjum við rækt við unga hljómsveitarspilara með Ungsveitinni og reynum að styðja vel við unga listamenn. Einn slíkur er Bjarni Frímann Bjarnason sem ráðinn hefur verið aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands næstu tvö starfsár. Þetta ræktunarstarf hefur heldur betur skilað sér. Þannig hefur áhugi erlendra tónleikahaldara á hljómsveitinni aukist gífurlega eftir því sem vegur íslenskra tónlistarmanna á borð við Víking Heiðar Ólafsson, Daníel Bjarnason og Önnu Þorvaldsdóttur hefur vaxið á alþjóðlega sviðinu.

Ferðin sem loks verður farin

Meðal stærstu tíðinda komandi starfsárs er einmitt þriggja vikna langt tónleikaferðalag alla leið til Japans – ferð sem raunar stóð til að fara haustið 2008, en sem hætt var við vegna hrunsins. Hvernig til nning er það að vera nú loksins á leiðinni til Japans, tíu árum síðar? „Hún er mögnuð. Það var auðvitað mikið áfall þegar við urðum að a ýsa ferðinni fyrir áratug og þetta ri ast óneitanlega upp þessa dagana. En í þetta skiptið hefur verkefnið fengið byr undir báða vængi. Þetta er stórt ferðalag, 12 tónleikar víðsvegar um Japan með Vladimir Ashkenazy á stjórnandapallinum. Hugsunin er að halda upp á þetta stórkostlega samstarf sem við höfum átt við hann í gegnum tíðina. Um leið og hann settist hér að fyrir um 50 árum byrjaði hann að fá vini sína, marga af fremstu tónlistarmönnum heims, til að koma fram á Listahátíð í Reykjavík sem hann var einn af hvatamönnum að. Hann hóf svo sinn feril sem hljómsveitarstjóri með Sinfóníuhljómsveit Íslands og kom þá á mikilvægum tíma inn í þroskasögu hljómsveitarinnar. Svo má ekki gleyma því hvernig hann lagðist á árarnar við það að byggja tónlistarhús – meðal annars með því að hafa frumkvæði að frægum  árö unartónleikum í Lundúnum. Allt til þess að Íslendingar gætu fengið tónlistarhús. Áhrif hans verða seint ofmetin – og maður má varla til þess hugsa hvað hefði orðið ef hann hefði ekki kynnst eiginkonu sinni Þórunni, og þau lagt sín mikilvægu lóð á vogarskálar íslenskrar tónlistar,“ segir Arna Kristín. En Ashkenazy er ekki eina stjarnan sem kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Japan – einleikari á tónleikunum tólf verður japanski píanóvirtúósinn Nobuyuki Tsuji. „Hann er súperstjarna, elskaður og dáður í heimalandinu, svo nú er búist við að uppselt verði á alla tónleika okkar í þessum stórkostlegustu tónlistarhöllum Japans. Þetta verður mikið ævintýri!“