EN

10. janúar 2019

Opin æfing fyrir eldri borgara

Rúmlega 1.200 eldri borgurum af höfuðborgarsvæðinu var boðið á opna æfingu fyrir Vínartónleika hljómsveitarinnar. Hljómsveitin flutti Vínarvalsa og dúetta sem Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað og Sveinn Dúa Hjörleifsson fluttu af mikilli list. Þetta er í sjöunda sinn sem eldri borgurum er boðið á opna æfingu sem nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda. „Þetta eru glöðustu og þakklátustu áheyrendur sem við fáum," segir Hjördís Ástráðsdóttir fræðslustjóri hljómsveitarinnar.