EN

24. september 2017

Fernir leikskólatónleikar í vikunni

Í þessari viku heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands ferna skólatónleika á þriðjudag og miðvikudag í Eldborg og tekur á móti rúmlega 3.500 leikskólabörnum og nemendum í fyrsta bekk grunnskóla. 

Á tónleikunum hljómar einstaklega kraftmikið og heillandi færeyskt ævintýri sem byggir á minninu um riddarann Ólaf Liljurós og hetjudáðum hans.

Á hverju starfsári heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands fjölmarga skólatónleika þar sem nemendum, allt frá leikskólaaldri til framhaldsskólanema, er boðið að hlusta á vandaða dagskrá í tali og tónum. Skólatónleikar hljómsveitarinnar hafa vakið verðskuldaða eftirtekt þar sem tónverk hverra tónleika eru sniðin að ákveðnum aldurshópi.