EN

21. janúar 2019

Heimildarmynd um Japansferð Sinfóníunnar á RÚV

Á þriðjudagskvöldið kl. 20:05 sýnir RÚV heimildarþátt um tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands um Japan haustið 2018. Hljómsveitin hélt tólf tónleika fyrir fullu húsi í ellefu borgum með japanska píanóleikaranum Nobuyuki Tsujii undir stjórn Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnanda sveitarinnar. Í heimildarmyndinni er fylgst með sveitinni fyrstu daga ferðalagsins, á æfingum, tónleikum og óvæntum uppákomum á framandi slóðum. Þáttagerð önnuðust Halla Oddný Magnúsdóttir og Egill Eðvarðsson.