EN

16. febrúar 2017

Íslensku tónlistarverðlaunin 2016

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016 voru kynntar fimmtudaginn 16. febrúar í Hörpu. Sinfóníuhljómsveit Íslands og samverkamenn hlutu alls 8 tilnefningar.

Tónlistarviðburður ársins:
- Arvo Pärt og Hamrahlíðarkórarnir
- Upphafstónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands með Nikolai Lugansky og Yan Pascal Tortelier.

Plata ársins; Sígild- og samtímatónlist:
Choralis, verk eftir Jón Nordal flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Melkorka Ólafsdóttir og Hallveig Rúnarsdóttir voru einnig tilnefndar sem flytjendur ársins fyrir flutning á verkum á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Melkorka fyrir flautukonsertinn Gullskýi eftir Áskel Másson og Hallveig fyrir flutning sinn á þriðju sinfóníu Góreckis.

Þrjú tónverk sem voru frumflutt af hljómsveitinni á tónleikum hennar á liðnu ári hlutu einnig tilnefningu. Þau eru Aequora eftir Maríu Huld Markan, From darknes Woven eftir Hauk Tómasson og Gullský eftir Áskel Másson.

 

Skoða allar tilefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016