EN

25. febrúar 2019

Klassíkin okkar - segðu okkur þína sögu

Tónlistarsagan þín

Tónleikarnir „Klassíkin okkar“ sem Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV hafa staðið fyrir undanfarin þrjú ár hafa vakið fádæma hrifningu meðal landsmanna. Nú leitar Sinfóníuhljómveit Íslands að tónlistarsögunum ykkar: Sögum af því hvernig sígild tónverk hafa haft áhrif á ykkur, hvernig þau minna ykkur á merkilega atburði eða minnisstæðar manneskjur – nú eða bara lita hversdagslífið.

Send inn þína tillögu

Segðu okkur frá þínu eftirlætis tónverki, íslensku eða erlendu, og hvers vegna það er í uppáhaldi – hvernig það tengist lífi þínu. Hver veit nema verkið þitt – og sagan þín – verði öðrum innblástur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, sem sýndir verða í beinni útsendingu í Sjónvarpinu föstudagskvöldið 1. september.

Tillögur að verkum ásamt frásögnum má senda inn á vef RÚV, ruv.is/klassikin, eða með því að senda tölvupóst á klassikin@ruv.is

Senda inn tónverk