EN

7. mars 2019

Opin kynning með Vinafélaginu

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður á opna kynningu með Árna Heimi Ingólfssyni, listrænum ráðgjafa hljómsveitarinnar, í aðdraganda tónleikanna 14. mars. Þar mun Árni Heimir gefa áhugasömum forskot á sæluna og kynna dagskrá næsta starfsárs sem verður einstaklega glæsileg enda fagnar hljómsveitin 70 ára afmæli sínu á næsta ári.

Kynningin hefst kl. 18:20 í Hörpuhorni og Smurstöðin sér um veitingasölu.
Allir velkomnir