EN

14. september 2017

LA/Reykjavík | 3. - 12. október

Fernir tónleikar - tónleikapassi með 20% afslætti

Sinfóníuhljómsveit Íslands blæs til tveggja vikna hátíðar, dagana 3. - 12. október, þar sem tónlist frá Los Angeles skipar veglegan sess. Á vordögum 2017 hélt Fílharmóníuhljómsveitin í Los Angeles umfangsmikla hátíð þar sem íslensk tónlist og íslenskir flytjendur voru í forgrunni og lætur Sinfóníuhljómsveit Íslands ekki sitt eftir liggja. 

Á fernum tónleikum flytur hljómsveitin kvikmyndatónlist frá Hollywood, Hamrahlíðarkórarnir syngja Sálmasinfóníu Stravinskíjs, fiðlustjarnan Leila Josefowicz leikur fiðlukonsert eftir John Adams og haldnir verða tvennir kammertónleikar í Norðurljósum.

Tryggðu þér tónleikapassa á alla tónleikana hér með 20% afslætti.