EN

15. janúar 2019

Laus staða fjármálafulltrúa

Fjármálafulltrúi Sinfóníuhljómsveitar Íslands annast samskipt við Fjársýslu ríkisins f.h. SÍ og sér um uppgjör tónleika og gerð rekstraráætlana í samvinnu við framkvæmdastjóra. Hann hefur umsjón með launakeyrslum og tímafærslum, ásamt afgreiðslu reikninga. Fjármálafulltrúi hefur að auki umsjón með eignaskrá og vörslu sérsjóða auk annarra fjölbreytilegra verkefna skv. beiðni yfirmanns hverju sinni.

Nánari upplýsingar um starfið má nálgast hér