EN

20. apríl 2011

Staða tónlistarstjóra auglýst

Tónlistarstjóri
Auglýst er laus til umsóknar staða tónlistarstjóra (programme director) Sinfóníuhljómsveitar Íslands
frá og með 1. september 2011.

Starfssvið:

Tónlistarstjóri leggur drög að dagskrá komandi starfsára Sinfóníuhljómsveitarinnar í samráði við verk efnavalsnefnd og gerir tillögur tillögur um hljómsveitarstjóra og aðra listamenn sem fram koma með hljómsveitinni. Tónlistarstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra en starfar auk þess náið með aðalhljómsveitarstjóra/ listrænum stjórnanda við að framfylgja listrænni stefnu hans. Tónlistarstjóri hefur umsjón með tónleikaskrá og annast ritun ýmiskonar efnis sem snertir tónleikahald hljómsveitarinnar. Þá sinnir tónlistarstjóri mótun og framkvæmd fræðslustarfs og tónlistaruppeldis á vegum Sinfóníu hljómsveitar Íslands.

Hæfnisskilyrði:
Skilyrði er að umsækjandi hafi yfirgripsmikla þekkingu á sígildri tónlist, nútímatónlist og tónlistarsögu. Nauð synlegt er að umsækjandi hafi góð tök á rituðu og töluðu íslensku máli og góða tungumálakunnáttu, einkum ensku. Krafist er háskólaprófs í tónlist og/eða á fræðasviðum tónlistar.

Umsóknir:
Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. Upplýsingar um starfið veitir Sigurður Nordal framkvæmdastjóri í síma 545 2500.
Umsóknir skulu sendar starfsmannastjóra, Kristínu Sveinbjarnardóttur (kristin@sinfonia.is), á eftirfarandi heimilisfang:
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hörpu, Austurbakka 2
101 Reykjavík
www.sinfonia.is