EN

  • maxi_listi

15. maí 2011

Barnadagur í Hörpu 15. maí

Á sunnudaginn verður sérstakur barnadagur í Hörpu. Húsið opnar kl.11:00 og verður fjölbreytt barnadagskrá í gangi allan daginn. 

Uppselt er á tvenna barnatónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Maxímús Músíkus í Eldborg. Um 3000 miðar voru seldir á tónleikana á 100 kr. stykkið. Á aðra viðburði barnadagsins verður aðgangur ókeypis. Frá kl.13:00 verður sérstök tónlistarhátíð barna og unglinga í salnum Silfurberg þar sem yfir 300 börn koma fram og í salnum Kaldalón verður leikritið um herra Pott og ungfrú Lok sýnt kl.17:00 og kl.17:45.

 

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.