EN

31. maí 2011

Litli tónsprotinn í heimsókn

 

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður áskrifendum Litla tónsprotans í heimsókn í ný heimkynni sín í Hörpu þriðjudaginn 31. maí kl. 16.30.

Trúðurinn Barbara tekur á móti ykkur í anddyri hússins kl. 16:30 og bjóða ykkur að líta inn á æfingu í nýja tónleikasalnum þar sem Sinfóníuhljómsveitin mun leika nokkur létt lög.

Hljóðfæraleikarar bregða á leik og leiða ykkur um sali hússins og hver veit nema Maximús Músíkús gægist upp úr holu sinni. Við syngjum og skemmtum okkur saman í þessum nýja ævintýraheimi, tónlistarhúsinu sem við höfum beðið svo lengi eftir.

Endurnýjun áskriftarkorta er hafin  og biðjum við áskrifendur okkar að staðfesta áskrift sína fyrir 3. Júní í miðasölu Hörpu. Hægt verður að ganga frá greiðslu til 15. ágúst. Sala nýrra korta hefst 6. Júní.