EN

5. júlí 2011

Tímabundnar stöður:

Sinfóníuhljómsveit Íslands
Aðalhljómsveitarstjóri: Ilan Volkov

 

Staða 3. konsertmeistara

Hæfnispróf verður haldið 7. júní  2013 í Hörpu, Reykjavík.

Einleiksverk:

1. Mozart fiðlukonsert (1. kafli með kadensu) nr. 3 í G-dúr, nr. 4 í D-dúr eða nr. 5 í A-dúr.
2. Tveir kaflar í einni af partítum eða sónötum J.S. Bachs fyrir einleiksfiðlu
3. Rómantískur fiðlukonsert að eigin vali (1. kafli með kadensu).


Hljómsveitarpartar verða aðgengilegir þátttakendum að minnsta kosti tveimur vikum fyrir hæfnispróf.  Þátttakendur fá sendar hljómsveitarparta á rafrænu formi og nánari
upplýsingar um staðsetningu.

Umsóknir
Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2013. Umsóknir, ásamt ferilskrá og fylgiskjölum, skulu berast til Unu Eyþórsdóttur (una@sinfonia.is). 

Dómnefnd mun meta hverjum verður boðið til þátttöku og verður þeim sent boð skömmu eftir að umsóknarfrestur er liðinn. Umsóknarfrestur kann að verða framlengdur. Öllum umsóknum verður svarað. Umsókn og hæfnispróf gilda í eitt ár.

Um starfið

Um er að ræða 100% starfshlutfall sem 3. konsertmeistari hjá SÍ.  Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags SÍ og fjármálaráðherra. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna á starfsárinu 2013-2014.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá mannauðsstjóra Unu Eyþórsdóttur (una@sinfonia.is) í síma 8985017.


----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Tímabundnin leiðarastaða í 2. fiðlu

 

Hæfnispróf verður haldið 27. maí 2013 í Hörpu, Reykjavík.

Einleiksverk:
1. Mozart:  Fiðlukonsert (1. kafli með kadensu) nr. 3 í G-dúr, nr. 4 í D-dúr eða nr. 5 í A-dúr.
2. J. S. Bach: Adagio úr sónötu nr. 1 fyrir einleiksfiðlu í g-moll.
3. Rómantískur fiðlukonsert  að eigin vali (1. kafli með kadensu).


Hljómsveitarpartar verða aðgengilegir þátttakendum að minnsta kosti tveimur vikum fyrir hæfnisprófdag.  Þátttakendur fá senda á rafrænu formi hljómsveitarparta ásamt nánari upplýsingum um staðsetningu.
 
Umsóknir
Umsóknarfrestur er til 31. mars 2013. Umsóknir, ásamt ferilskrá og fylgiskjölum, skulu berast til Unu Eyþórsdóttur, mannauðsstjóra (una@sinfonia.is). 

Dómnefnd mun meta hverjum verður boðið til þátttöku og verður sent út boð skömmu eftir að umsóknarfrestur er liðinn. Umsóknarfrestur kann að verða framlengdur. Öllum umsóknum verður svarað. Umsókn og hæfnispróf gilda í eitt ár.

Um starfið
Um er að ræða 100% starfshlutfall sem leiðari 2. fiðlu hjá SÍ.  Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags SÍ og fjármálaráðherra. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna á starfsárinu 2013-2014.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá mannauðsstjóra Unu Eyþórsdóttur (una@sinfonia.is) í síma 8985017.

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

Tímabundin almenn staða sellóleikara 

Hæfnispróf verður haldið 3. júní 2013 í Hörpu, Reykjavík.


Einleiksverk:
1.      Fyrsti kafli úr rómantískum konsert að eigin vali eða konsert eftir Haydn

2.      Tveir kaflar úr einleikssvítu eftir J.S. Bach

Hljómsveitarpartar verða aðgengilegir þátttakendum að minnsta kosti tveimur vikum fyrir hæfnisprófdag.  Þátttakendur fá senda á rafrænu formi hljómsveitarparta ásamt nánari upplýsingum um staðsetningu.

Umsóknir
Umsóknarfrestur er til 31. mars 2013. Umsóknir, ásamt ferilskrá og fylgiskjölum, skulu berast til Unu Eyþórsdóttur , mannauðsstjóra (una@sinfonia.is). 

 Dómnefnd mun meta hverjum verður boðið til þátttöku og verður  sent  út boð skömmu eftir að umsóknarfrestur er liðinn. Umsóknarfrestur kann að verða framlengdur. Öllum umsóknum verður svarað. Umsókn og hæfnispróf gilda í eitt ár.

Um starfið
Um er að ræða 100% starfshlutfall sem almennur sellóleikari hjá SÍ.  Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags SÍ og fjármálaráðherra. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna á starfsárinu 2013-2014.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá mannauðsstjóra Unu Eyþórsdóttur (una@sinfonia.is) í síma 8985017.