EN

  • Beethoven_stor

25. september 2011

Fyrirlestur Vinafélags SÍ  mánudag kl. 20

Allt sem þú vildir vita um klassíska tónlist...

Mánudagskvöldið 26. september stendur Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir fyrirlestri Árna Heimis Ingólfssonar, "Allt sem þú vildir vita um klassíska tónlist en þorðir ekki að spyrja". Í fyrirlestrinum, sem hefst kl. 20 í Kaldalóni í Hörpu, stiklar Árni Heimir á stóru um sögu klassískrar tónlistar, sinfóníuformið, og ólíkar leiðir til þess að njóta sígildrar tónlistar. Kynningin er sérstaklega ætluð þeim sem hafa lítil kynni haft af klassískri tónlist en hafa áhuga á að kynnast þeim töfrum sem hún býr yfir.

Árni Heimir Ingólfsson lauk doktorsprófi í tónlistarfræði frá Harvard-háskóla árið 2003 og hefur starfað bæði við Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann hefur tvívegis hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin í flokknum "Sígild og samtímatónlist", og var tilnefndur til Íslensku bókmennaverðlaunanna 2009 fyrir bók sína, Jón Leifs - Líf í tónum.