EN

27. september 2011

Norræn ráðstefna sinfóníuhljómsveita



Í þessari viku fer fram árleg ráðstefna framkvæmdastjóra og helstu stjórnenda sinfóníuhljómsveita á Norðurlöndum. Sinfóníuhljómsveit Íslands er gestgjafi að þessu sinni og er ánægjulegt að hýsa ráðstefnuna á fyrsta starfsári hljómsveitarinnar í Hörpu. Ráðstefnan fer fram  28.- 30. september. Ráðstefnugestir eru rúmlega sextíu og koma frá öllum Norðurlöndum.


Á meðal fyrirlesara eru Roger Wright stjórnandi BBC Proms, Anthony Sargent framkvæmdastjóri Sage Gateshead í Newcastle, Benedict Mason tónskáld, Ilan Volkov aðalhljómsveitarstjóri SÍ og Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Þá munu fara fram pallborðsumræður, þar sem kastljósinu verður m.a. beint að framþróun tónleikaformsins og samvinnu hljómsveita og hljóðfæraleikara í að móta sameiginlega framtíð.
 

Ráðstefnugestir munu sækja tónleikana Sinóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið og eiga jafnframt kost á því að fylgjast með masterclass með hljómsveitinni fyrir hljómsveitarstjóra á föstudaginn undir stjórn Ilans Volkov.