EN

  • daniel_stor

13. október 2011

Í fyrsta sinn á Airwaves

Stærsta hljómsveitin á Airwaves

Nú tekur Sinfóníuhljómsveitin í fyrsta sinn þátt í Iceland Airwave. Á þrennum tónleikum 13. október verða leikin verk eftir Daníel Bjarnason og Valgeri Sigurðsso, auk þess sem einn fremsti nútímatónlistarhópur Bandaríkjanna, ITC, flytur eitt af meistaraverkum mínímalismans, Different Trains eftir Steve Reich.
Þegar píanókonsertinn Processions eftir Daníel Barnason var frumfluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum 2009 ætlaði þakið að rifna af Háskólabíói, slíkur var fögnuðurinn yfir hinu nýja verki. Jónas Sen skrifaði í dómi sínum í Morgunblaðið að konsertinn væri „undarlega heillandi...listilega samansettur“. Víkingur Heiðar Ólafsson er einleikari eins og  fyrr og  veður spennandi að sjá verkið flutt í Eldborg undir stjórn Daníels sjálfs. Diskur með verkinu fékk frábæra dóma bæði hér heima og í erlendum fjölmiðlum.
Þá flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands í fyrsta sinn verk eftir Valgeir Sigurðsson, einn af stofnendum Bedroom Community. Valgeir samdi tónlistina við heimildarmyndina Draumalandið, og hlaut fyrir hana tilnefningu til Eddunnar 2010. Hljómdiskur með tónlistinni hefur hlotið góða dóma víða um heim. Á tónleikunum hljómar tónlistin í fyrsta sinn í sinfónískum búningi, en hún hefur þegar verið flutt í smærri útgáfum fyrir kammerhljómsveit á erlendum tónlistarhátíðum við frábærar undirtektir.


13. október -Eldborg


Kl. 20:00
Valgeir Sigurðsson: Draumalandið
Kl. 21:00
Daníel Bjarnason: Processions, píanókonsert
Daníel Bjarnason: Birting
Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson
Kl. 22:00
Steve Reich: Different Trains
Einleikarar: ICE (International Contemporary Ensemble) strengjakvartett
Miðaverð er  2.500 kr. og gildir miðinn á alla þrenna tónleikana. Þeir sem kaupa sig inn á Airwaves fá ókeypis aðgang.