EN

  • krakkar_stor

11. nóvember 2011

Grunnskólabörnum boðið á tónleika

 

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur uppi metnaðarfullu fræðslustarfi fyrir yngri kynslóðina. Á hverju ári eru meðal annars haldnir fjölmargir skólatónleikar fyrir nemendur, allt frá leikskólaaldri upp í menntaskólanema, þar sem gullmolar klassískrar tónlistar eru kynntir í tali og tónum. Á síðasta ári heimsóttu um 10.000 nemendur hljómsveitina og nú hlökkum við til að bjóða þeim í ný heimkynni í Hörpu.

 

Í næstu viku býður hljómsveitin gunnskólanemum úr 5-7 bekk á tónleika þar sem hljómsveitin kynnir sig og krökkunum gefst tækifæri til að kynnast hljóðfærunum betur. Haldnir veða þrennir tónleikar í Eldborg enda munum við taka á móti allt að 3000 nemendum.

Kynnir á tónleikunum er Halldóra Geirharðsdóttir leikkona en hún hefur einstakt lag á að opna heim tónlistarinnar fyrir börnum, auka upplifun þeirra og ánægju. Hjómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson.