EN

  • sinfo_harpa_listi

19. desember 2011

Sinfónían tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Sinfóníuhljómsveitin hlýtur tvær tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár; annarsvegar sem tónlistarflytjandi ársins í flokki sígildrar- og samtímatónlistar og hinsvegar í flokki tónlistarviðburða ársins fyrir Opnunartónleika hljómsveitarinnar í Hörpu í maí sl.
Í mati dómnefndar segir; „Sinfóníuhljómsveit Íslands er einn af máttarstólpum íslensks tónlistarlífs og hefur blómstrað í nýju húsi á þessu ári.“
 
Sæunn Þorsteinsdóttir hlaut einnig tilnefnigu sem flytjandi ásins fyrir stórkostlegan flutning á sellókonsert Dutilleux ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands.

 

Þá fengu fjögur tónverk, flutt af Sinfóníunni, tilnefningu sem tónverk ársins:

Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Birting eftir Daníel Bjarnason, Í sjöunda himni eftir Hauk Tómasson og Konsert fyrir bassaklarinett eftir Steingrím Roloff.
 
Nánar á www.iston.is