EN

11. janúar 2012

Tónskáldastofa 27. janúar kl. 9:30

Tónskáldastofa í Eldborg föstudaginn 27. janúar kl. 9:30-11:30

 

Tónskáldastofa í Eldborg föstudaginn 27. janúar kl. 9:30-11:30

Föstudaginn 27. janúar efnir Sinfóníuhljómsveitin í annað sinn til Tónskáldastofu, þar sem þrjú íslensk tónskáld undir 35 ára aldri fá þjálfun og leiðsögn í að skrifa verk fyrir sinfóníuhljómsveit.

 

Valið er úr innsendum verkum og í ár var það danska tónskáldið Hans Abrahamsen sem valdi tónverkin Lancharan eftir Gunnar Karel Másson, Grafgötu eftir Guðmund Stein Gunnarsson og Kviku eftir Kristján Guðjónsson. Hljómsveitarstjóri er Ilan Volkov og fá tónskáldin athugasemdir og leiðbeiningar frá honum, hljómsveitarmeðlimum og tónskáldinu Hans Abrahamsen eftir flutninginn.

 

Með Tónskáldastofu tekur SÍ virkan þátt í uppeldi íslenskra hljómsveitartónskálda.

Tónskáldastofan er opin öllum og er aðgangur er ókeypis.