EN

12. mars 2012

Pétur og úlfurinn á skólatónleikum

 

Í þessari viku flytja Sinfóníuhljómsveit Íslands og Bernd Ogrodnik brúðugerðameistari  Pétur og úlfinn á sex grunnskólatónleikum í Norðurljósum fyrir nemendur í 1.  til 4. bekk. Sögumaður er Halldóra Geirharðsdóttir og hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Tónleikarnir eru liður í  metnaðarfullu fræðslustarfi Sinfóníunnar fyrir yngri kynslóðina. Á hverju ári eru haldnir fjölmargir skólatónleikar fyrir nemendur, allt frá leikskólaaldri upp í menntaskólanema, þar sem gullmolar klassískrar tónlistar eru kynntir í tali og tónum.