EN

13. mars 2012

Listrænn ráðgjafi Sinfóníuhljómsveitarinnar

 

bengt_storSinfóníuhljómsveit Íslands hefur ráðið Bengt Årstad sem listrænan rágjafa hljómsveitarinnar. Hann mun m.a. hafa yfirumsjón með dagskrárgerð komandi starfsára, bókun hljómsveitarstjóra og listamanna, sem og aðra tilfallandi ráðgjöf.

Bengt Årstad er sænskur og hefur mikla reynslu á sviði listrænnar stjórnunar. Undanfarin 12 ár hefur hann starfað hjá Fílharmóníuhljómsveitinni í Ósló, þar sem hann hefur stýrt verkefnum sem m.a. snúa að dagskrárgerð og listrænni skipulagningu. Þá hefur hann í tvígang sinnt starfi framkvæmdastjóra Fílharmóníunnar til hálfs árs í senn.

Bengt býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu þegar kemur að hljómsveitarverkum, stjórnendum og einleikurum og er mikill fengur fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands að fá hann til starfa.