EN

20. mars 2012

Sinfóníuhljómsveitin á ferð og flugi


Vikuna 20. - 24. mars verður Sinfóníuhljómsveitin á ferð og flugi í svokallaðri fræðsluviku hljómsveitarinnar, en hún er liður í metnaðarfullu og fjölbreyttu fræðslustarfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Hljómsveitinni er skipt niður í þrjár strengjasveitir, einn blásarakvintett og tvær þrjátíu manna hljómsveitir sem sækja grunnskólabörn og eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu heim. Alls verður leikið í 24 skólum og dvalarheimilum að þessu sinni.  

Dagskrá hljóðfærahópanna samanstendur af þekktum og vinsælum íslenskum dægur- og sönglögum ásamt léttum og skemmtilegum klassískum smellum. Með heimsóknunum er Sinfóníuhljómsveitin að kynna starfsemi sína á heimavelli hlustenda og hnýta vinabönd til framtíðar. Mikil tilhlökkun er að takast á við samfélagsverkefni af þessum toga sem styrkir stoðir frekara samstarfs í náinni framtíð.