EN

11. apríl 2012

Ungu fólki boðið á Rómeó og Júlíu

Slólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

 

Í vikunni býður Sinfóníuhljómsveit Íslands ungu fólki í efri bekkjum grunnskóla á tónleika í Eldborg þar sem flutt verður Rómeó og Júlía eftir Prokofíev.

Leikararnir Esther Talía Casey og Jóhannes Haukur Jóhannesson eru sögumenn og stíga í hlutverk ungu elskendanna. Hljómsveitarstjóri er  Baldur Brönnimann og handritshöfundur er Ólafur Egilsson.

Haldnir verða alls fimm  tónleikar í þessari viku og eru þeir  liður í  metnaðarfullu fræðslustarfi sveitarinnar. Á hverju ári eru  haldnir fjölmargir skólatónleikar fyrir nemendur, allt frá leikskólaaldri upp í menntaskólanema, þar sem ungu fólki gefst tækifæri á að kynnast klassískri tónlist í tali og tónum.