EN

6. september 2012

Sinfónían leikur á Norræna kirkjutónlistarmótinu

Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur á opnunartónleikum Norræna kirkjutónlistarmótsins  sem haldið er í Reykjavík frá 6.-9. september n.k. Tónleikarnir eru haldnir í Hallgrímskirkju  fimmtudaginn 6. september kl. 19.00. Flytjendur á opnunartónleikunum eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, Mótettukór Hallgrímskirkju, Sönghópurinn Hljómeyki ásamt Þóru Einarsdóttur sópran, Tobias Nilsson kontratenór og Guðnýju Einarsdóttur organista. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.

Norræna kirkjutónlistarmótið er samstarfsverkefni organistafélaganna á Norðurlöndum, haldið fjórða hvert ár, til skiptis í löndunum fimm. Í þetta sinn eru skráðir yfir 500 þátttakendur, organistar og kórfólk frá öllum Norðurlöndum.

 

Efnisskrá tónleikanna :

 

Mist Þorkelsdóttir (1960) Hugleiðingar um síðustu stundir Kolbeins Tumasonar (2008)

Fyrir rörklukkur og strengi.

 

Þorkell Sigurbjörnsson (1938) Heyr himna smiður

Kór a cappella

Texti: Kolbeinn Tumason (1173-1208)

 

Hjálmar H. Ragnarsson (1952) Konsert fyrir orgel og hljómsveit (1997)

 

Jón Nordal (1926) Óttusöngvar á vori (1993)

Hljómsveitarbúningur 2000/2012