EN

  • osborne_stor

13. september 2012

Upphafstónleikar 13. september


Á Upphafstónleikum nýs starfsárs Sinfóníuhljómsveitar Íslands 13. september leikur Steven Osborne tvo konserta eftir Ravel; Píanókonsert í G-dúr og Píanókonsert fyrir vinstri hönd. Einnig verður flutt 5. Sinfónía Tsjajkovskíjs undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Ilans Volkov.
Steven Osborne er einn fremsti píanóleikari Breta og hefur hann getið sér framúrskarandi orðspor fyrir túlkun sína. Hann hefur hlotið hin virtu Gramophone-verðlaun og var fyrr á þessu ári útnefndur til BBC Music Magazine-verðlaunanna fyrir upptökur á heildarverkum Ravels fyrir píanó.

Kvöldinu líkur á Eftirleik en það eru hálftímalangir tónleikar þar sem spennandi 20. aldar verk eru leikin undir stjórn Ilan Volkv í framhaldi af áskriftartónleikum kvöldsins. Eftirleikurinn hefst klukkan 22:00 og er tónleikagestum sinfóníutónleika sama kvölds að kostnaðarlausu en einnig er hægt að kaupa staka miða á 1.000 kr.  Á efnisskrá fyrsta Eftirleiks vetrarins er Flower Shower, verk eftir Atla Heimi Sveinsson.

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur svo fyrir kynningu á undan tónleikum kvöldsins. Tónleikakynningin fer fram í Hörpuhorninu á 2. hæð kl. 18.00. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

Nýtt tónlistarár hjá hljómsveitinni hefst því sannarlega með dagskrá sem allir tónlistarunnendur ættu að geta notið.


Stjórnandi Ilan Volkov
Einleikari Steven Osborne

Efnisskrá
Maurice Ravel: Píanókonsert í G-dúr
Maurice Ravel:Píanókonsert fyrir vinstri hönd
Pjotr Tsjajkovskíj: Sinfónía nr. 5

EFTIRLEIKUR » 22:00
Atli Heimir Sveinsson: Flower Shower