EN

8. október 2012

Ársfundur NOBU 11. og 12. október

Dagana 11. og 12. október tekur Sinfóníuhljómsveit Íslands á móti góðum gestum. NOBU, Nordisk Orkesterbiblioteksunion, samtök nótnavarða við sinfóníuhljómsveitir á Norðurlöndum munu halda ársfund sinn í Hörpu og fá við sama tækifæri skyggnst inn í íslenskan tónlistarheim. Gestirnir munu sækja tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar á fimmtudagskvöld og á föstudeginum munu Bjarki Sveinbjörrnsson og Sigfríður Björnsdóttir halda fyrirlestra um íslenska tónlist.