EN

  • petur_stor

17. október 2012

Pétur og úlfurinn á grunnskólatónleikum

Dagana 17. -19. október heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands sex skólatónleikar fyrir nemendur í 1.-4. bekk grunnskólans. Við höldum á vit ævintýranna með Pétri og úlfinum eftir Prokofiev ásamt Bernd Ogrodnik brúðugerðameistara. Pétur og úlfurinn er saga sem hljóðfæri segja og brúðurnar gera ljóslifandi í glæsilegri uppfærslu Bernds Ogrodnik og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sögumaður er Halldóra Geirharðsdóttir leikkona og hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Tónleikarnir eru liður í fjölbreyttu fræðslustarfi hljómsveitarinnar. Ár hvert eru haldnir fjölmargir skólatónleikar fyrir nemendur, allt frá leikskólaaldri upp í menntaskólanema, þar sem ungu fólki gefst tækifæri á að kynnast klassískri tónlist í tali og tónum.