EN

6. nóvember 2014

Sigurvegarar í áheyrnaprufum fyrir jólatónleikana 2014

Kristín Ýr Jónsdóttir, flautuleikari, og Fríða Rún Frostadóttir, hörpuleikari, voru hlutskarpastar í áheyrnarprufum Sinfóníuhljómsveitarinnar fyrir jólatónleika hennar 2014.

Kristín Ýr er nemandi Áshildar Haraldsdóttur í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Fríða Rún er nemandi Elísabetar Waage í Tónlistarskóla Kópavogs. Kristín Ýr og Fríða Rún munu leika einleik í verki Jórunnar Viðar, Jól.

 Tónleikarnir fara fram 13. og 14 desember og enn er hægt að nálgast miða í miðaölu Hörpu og hér á vefnum.

Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju.


NÁNARKAUPA MIða