EN

  • sinfo_harpa_stor

7. nóvember 2014

Auglýst eftir klarínettuleikara

Birt hefur verið auglýsing þar sem kynnt er áherynapróf vegna stöðu 2. klarínettuleikara við Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Viðkomandi er einnig uppfærslumaður og gegnir skyldum vegna Es-klarínetts. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags SÍ og fjármálaráðherra. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna á starfsárinu 2015-2016.

Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2014. Umsóknir, ásamt ferilskrá og fylgiskjölum, skulu berast til Unu Eyþórsdóttur (una@sinfonia.is).  

Dómnefnd mun meta hverjum verður boðið til þátttöku og verður þeim sent boð skömmu eftir að umsóknarfrestur er liðinn. Umsóknarfrestur kann að verða framlengdur. Öllum umsóknum verður svarað. Umsókn og hæfnispróf gilda í eitt ár.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá mannauðsstjóra Unu Eyþórsdóttur (una@sinfonia.is) í síma 898 5017.

Nánar