EN

11. nóvember 2014

Sigurvegarar í einleikarakeppni SÍ og LHÍ

Ungir einleikarar

Á hverju ári heldur Sinfóníuhljómsveitin í samstarfi við Listaháskóla Íslands einleikarakeppni sem er opin öllum tónlistarnemum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja. Hver nemandi flytur hálftíma dagskrá með verkum af ólíkum toga.

Að þessu sinni fór einleikarakeppnin fer fram 8. nóvember og spila þeir er bera sigur úr bítum einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í janúar. Sérstök stemning myndast á þessum tónleikum þar sem blístur, stapp og hvatningarhróp eru partur af fagnaðarlátunum.

Eins og fyrr segir fór keppnin fram laugardaginn 8. nóvember  í Listaháskóla Íslands. Dómnendina skipuðu: 

Kristinn Sigmundsson, formaður
Einar St. Jónsson
Ástríður Alda Sigurður
Una Sveinbjarnardóttir
Sigrún Eðvaldsdóttir, fulltrúi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.


Sigurvegarar keppninnar að þessu sinni eru:

Baldvin Oddsson, trompetleikari, nemandi við Manhattan School of Music; Jolivet: Concertino f. trp. strengi og píanó

Erna Vala Arnardóttir, píanóleikari, nemandi við tónlistardeild LHÍ; Schumann: Píanókonsert í a-moll

Lilja María Ásmundsdóttir, píanóleikari, nemandi við tónlistardeild LHÍ; Ravel: Píanókonsert í G-dúr

Steiney Sigurðardóttir, sellóleikari, nemandi við Tónlistarskólann í Reykjavík; Elgar: Sellókonsert í e-moll

 

Tónleikarnir Ungir einleikarar fara fram fimmtudagin 15. janúar kl. 19:30. 

Nánar Kaupa miða