EN

19. nóvember 2014

Ný stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hefur skipað nýja stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands, skv. 4. gr. laga um stofnunina, til fjögurra ára. Nýr stjórnarformaður er Sigurbjörn Þorkelsson.

Stjórnin er þannig skipuð:

Sigurbjörn Þorkelsson er formaður stjórnar
Ólöf Nordal, varaformaður
Oddný Sturludóttir er tilnefnd af Reykjavíkurborg
Margrét Þorsteinsdóttir er tilnefnd af SMFSÍ
Jens Garðar Helgason er tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Varamenn eru:

Óttar Guðjónsson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Svanhildur Sigurðardóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Sigurjón Kjartansson, tilnefndur af Reykjavíkurborg
Sigurður Bjarki Gunnarsson, tilnefndur af SMFSÍ
Helga Árnadóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneytinu

Starfsfólk Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður nýja stjórnarmenn velkomna til starfa.