EN

28. nóvember 2014

Aría kemur út

Hljómdiskur með Gissuri Páli Gissurasyni og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Út er komin nýr hljómdiskur þar sem Gissur Páll Gissurarson, tenór, syngur ítalskar aríur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á disknum eru verk eftir Gaetano Donizetti, Giuseppe Verdi, Ruggiero Leoncavallo og Francesco Cilea. SENA gefur út.

Upptökur fóru fram í Norðurljósum í Hörpu, í desember 2014 en þær voru samvinnuverkefni Gissurar, RÚV og SÍ. Rás 1 útvarpaði hljóðritinu fyrr í haust en nú er það aðgengilegt á hljómdisknum.