EN

8. desember 2014

4 tilnefninar til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Sinfóníuhljómsveit Íslands tilnefnd

Tilnefningar Íslensku tónlistarverðlaunanna 2014 voru kynntar á degi íslenskrar tónlistar og fær Sinfóníuhljómsveit Íslands fjórar tilnefningar að þessu sinni. Þrjár tilnefningar fyrir samstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar með Skálmöld og eina fyrir hljómdiskinn Aríu með Gissuri Páli Gissurarsyni.

Tónlistarviðburður ársins:
Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg

Plata ársins: ­
Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Tónlistarflytjandi ársins:
Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hljómplötu ársins; Sígild- og samtímatónlist:
Aría ­- Gissur Páll Gissurarson og Sinfóníuhljómsveit Íslands 

Einnig má nefna aðrar tilnefningar sem tengjast hljómsveitinni,  m.a. tilnefning Klarínettukonserts eftir Svein Lúðvík Björnsson sem frumfluttur var á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrr í vetur.  Þá er Anna Þorvaldsdóttir tilnefnd fyrir diskinn Aerial en meðal verka á honum er Aeriality í flutningi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Tilnefndir tónhöfundar ársins eru Anna Þorvaldsdóttir, Atli Heimir Sveinsson, Daníel Bjarnason, Hildur Guðnadóttir og Jóhann Jóhannsson en hljómsveitin flutti tónlist þeirra allra á árinu.

Nánar