Sibeliusar-þríleikurinn
150 ár frá fæðingu Sibeliusar
Þess er nú minnst í Finnlandi og um allan heim að 150 ár eruð liðin frá fæðingu finnska tónskáldsins Jean Sibelius en hann fæddist í Hämeenlinna í Finnlandi 8. desember 1865. Auk hinna sjö sinfónía sem Sibelius samdi skrifaði hann fjölda hljómsveitarverka sem gjarna byggja á menningararfi Finna. Þar má nefna Finlandia, Karelia-svítuna og Kullervo sem einmitt hljómar á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 22. janúar.
Jean Sibelius hefur fylgt Sinfóníuhljómsveit Íslands frá upphafi en á fyrsta starfsári hennar, 1950, voru heilir tónleikar tileinkaðir verkum hans.
Í tilefni tímamótanna er tónskáldinu gert hátt undir höfði í dagskrá Sinfóníunnar árið 2015. Þrír landar Jean Sibeliusar stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands á jafnmörgum tónleikum á vormisseri. Petri Sakari stjórnar flutningi á Kullervo með karlakórum; Reykjavíkur og Fóstbræðrum 22. janúar. Tvær sinfóníur verða fluttar; nr. 3 undir stjórn Osmo Vänskä 5. febrúar og nr. 1 undir stjórn Önnu-Mariu Helsing 12. mars. Í október, á næsta starfsári, flytur hljómsveitin svo tónaljóðið Luonnotar ásamt einsöngvara.
Hægt er að kaupa sérstakan miða, Sibeliusar-þríleikinn, þar sem 20% afsláttur er veittur af miðaverði þegar miðar eru keyptir á alla þrenna tónleikana.
22. janúar: Machbeth og Kullervo5. febrúar: Sinfóníur nr. 3 með Osmo
12. mars: Anna-Maria stjórnar Sibeliusi
Miðinn á Síbelíusar-þríleikinn fæst í miðasölu Hörpu. Sími 528-5050.
Eins og fyrr sagði er tímamótanna minnst um allan heim. Á sérstakri heimasíðu afmælisársins má kynna sér dagskrána í Finnlandi og víðar.
Sibelius 150
- Eldri frétt
- Næsta frétt