Håkan Hardenberger leikur í stað Tine Thing Helseth
Að læknisráði hefur Tine Thing Helseth þurft að aflýsa komu sinni til Íslands, en hún átti að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands 5. mars nk. Það er þó lán í óláni að í stað hennar kemur sænski trompetleikarinn Håkan Hardenberger, sem er einn mesti trompetsnillingur samtímans. Hann hefur komið fram með nær öllum helstu hljómsveitum heims, meðal annars
Fílharmóníuhljómsveitunum í Vínarborg, Berlín og New York, og hefur pantað ótal nýja trompetkonserta sem vakið hafa mikla athygli.
Í desember 2014 lék hann einleik á hátíðartónleikum Nóbelsverðlaunanna í Stokkhólmi, sem sjónvarpað var víða um heim. Hardenberger mun leika konsert franska tónskáldsins Henri Tomasi og stendur því áformuð efnisskrá óbreytt.
- Eldri frétt
- Næsta frétt