Lausar stöður fiðluleikara
Leiðari í 2. fiðlu og fiðluleikarar
Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausar til umsóknar stöðu leiðara í 2. fiðlu og fiðluleikara frá og með hausti 2015. Hæfnispróf fara fram 28. apríl fyrir leiðarastöðuna og 29. apríl fyrir stöðu fiðluleikara.
Dómnefndir munu meta hverjum verður boðið til þátttöku og verður boð sent út skömmu eftir að umsóknarfrestur er liðinn. Umsóknarfrestur kann að verða framlengdur. Öllum umsóknum verður svarað. Umsókn og hæfnispróf gilda í eitt ár.
Leiðari í 2. fiðlu
Um er að ræða 100% starfshlutfall sem leiðari 2. fiðlu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags SÍ og fjármálaráðherra. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna á starfsárinu 2015-2016.Fiðluleikarar
Um er að ræða 50% stöður fiðluleikara hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags SÍ og fjármálaráðherra. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðurnar á starfsárinu 2015-2016.Nánari upplýsingar veitir mannauðsstjóri Una Eyþórsdóttir (una@sinfonia.is) í síma 8985017.
Nánari upplýsingar má finna um stöðurnar hér:
- Eldri frétt
- Næsta frétt