EN

11. febrúar 2015

4.000 hetjur á skólatónleikum

4.000 skólabörn mæta á skólatónleika Sinfóníunnar

Að venju fær Sinfóníuhljómsveit Íslands til sín fjölda skólabarna í heimsókn á hverjum vetri og eru þessara heimsóknir hluti af öflugu fræðslustarfi Sinfóníunnar. Að þessu sinni er von á börnum ú 3. - 7. bekk grunnskólanna á alls 5 skólatónleika sem fram fara í Eldborg dagana 11. - 13. febrúar.

Á dagskrá skólatónleikanna að þessu sinni er spennandi og kraftmikið ferðalag um lendur hljómmikilla og gáskafullra tónverka sem eru mörgum að góðu kunn. Fornleifafræðingurinn djarfi Indiana Jones, frelsishetjan Vilhjálmur Tell, hugrakka stúlkan Mulan og valkyrjan Guðrún í Djáknanum á Myrká eru túlkuð af Sinfóníuhljómsveit Íslands sem lyftir grettistaki við að fylla ómrými Eldborgar Hörpu. Verðlaunaverk Huga Guðmundssonar um Djáknann á Myrká í sögugerð Ragnheiðar Gestsdóttur verður frumflutt á tónleikunum í sinfónískri gerð. 

Það er Sinfóníunni sérstakt ánægju efni að flytja nýja íslenska tónlist á skólatónleikum sínum í bland við þekktari verk.

Hópar frá eftirtöldum grunnskólum hafa boðað komu sína til okkar: 

Breiðagerðisskóli, Brúarskóli, Grandaskóli, Háaleitisskóli- Álftamýri, Háteigsskóli, Klettaskóli, Lækjarskóli, Melaskóli, Seljaskóli, grunnskólarnir á Seltjarnarnesi, Lækjarskóli, Vesturbæjarskóli, Öldutúnsskóli, Ártúnsskóla, Breiðholtsskóli, Dalskóli, Fjölbraut í Ármúla, Grandaskóli, Langholtsskóli, Laugarnesskóli, Austurbæjarskóli, Áslandsskóli, Brúarskóli, Hlíðaskóli, Hólabrekkuskóli, Klettaskóli, Landakotsskóli, Langholt, Selásskóli, Breiðholtssk, Foldaskóli, Hamraskóli, Húsaskóli, Kelduskóli, Austurbæjarskóli, Áslandsskóli, Háaleitisskóli- Hvassaleiti og Hjalli.

Auk þeirra mæta um 100 skólabörn úr Grunnskóla Vesturbyggðar í Skjaldborgarbíó á Patreksfirði og njóta beinnar útsendingar frá tónleikunum.