EN

24. febrúar 2015

Íslensku tónlistarverðlaunin

Tónleikar Sinfóníunnar með Skálmöld tónlistarviðburður ársins

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hljómsveitarinnar Skálmöld í Eldborg í nóvember 2013 voru tónlistarviðburður ársins í flokki popp- og rokktónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum sem afhent voru föstudaginn 20. febrúar. Skálmöld og meðlimir hennar hlutu tvenn önnur verðlaun í sama flokki; sem flytjandi ársins og fyrir textasmíðar.

Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, hlaut verðlaun sem flytjandi ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar, meðal annars fyrir flutning sinn á píanókonserti nr. 1 eftir Ludwig van Beethoven á tónleikum Sinfóníunnar í september 2014.

Daníel Bjarnason, tónskáld og nýráðinn staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands hlaut tvenn verðlaun á hátíðinni. Verk hans, Ek ken di nag var valið tónverk ársins auk þess sem hann var valinn tónhöfundur ársins fyrir sama verk og Blow Bright.

Einnig:
- 4 tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna