EN

  • Uppklapp

9. mars 2015

Hljómsveitin 65 ára 9. mars

65 ár liðin frá fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Í dag eru 65 ár liðin frá því að Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt sína fyrstu tónleika. Þeir voru í Austurbæjarbíói 9. mars árið 1950 undir stjórn Róberts A. Ottóssonar.

Ný 6 þátta röð, Strokið um strengi, hóf göngu sína á Rás 1 á föstudag. Hún er í umsjón Bjarka Sveinbjörnssonar. Í þáttunum verður dregin upp mynd af tónleikum sístækkandi samspilshópa frá byrjun aldarinnar, baráttu manna fyrir stofnun fullkominnar sinfóníuhljómsveitar. Þá verða leiknar hljóðritanir úr safni útvarpsins frá árabilinu 1935-1955 sem margar hafa ekki heyrst í áratugi.

Þættirnir eru á dagskrá á föstudögum kl. 14:00.