EN

  • hof_stor

13. mars 2015

Tónleikum á Akureyri aflýst vegna veðurs

Tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hofi á Akureyri í kvöld hefur verð aflýst vegna veðurs

Tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem áttu að fara fram í Hofi á Akureyri í kvöld hefur verð aflýst vegna veðurs. Ekki er flogið á milli Reykjavíkur og Akureyrar og komast hljóðfæraleikarar því ekki norður.

„Þetta eru mikil vonbrigði enda var mikil tilhlökkun til að fara norður og leika glæsilega efnisskrá sem  flutt var í Hörpu í gærkvöldi. Undirbúningur fyrir ferðina hefur staðið yfir í langan tíma, hluta hljóðfæranna var fluttur með flutningabíl til Akureyrar í nótt þannig við héldum í vonina þar til ljóst var að flugi hljómsveitarinnar var aflýst. Við viljum hins vegar ekki gefast upp fyrir veðri og vindum og stefnum á að vera með tónleika í Hofi á Akureyri síðar á þessu ári.“ 

segir Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Þeir sem eiga miða á tónleikana er bent á að hafa samband við miðasölu Hofs og fá miða endurgreidda.