EN

8. apríl 2015

Verkfall BHM - tónleikar falla niður 9. apríl 

Verkfall félagsmanna í BHM er starfa hjá ríkinu sem boðað hefur verið 9. apríl nær til hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Falla því tónleikar kvöldsins niður. Áskrifendum og öðrum tónleikagestum eru í staðinn boðnir nýir miðar á tónleika Sinfóníunnar, Rómeó og Júlía, undir stjórn Rico Saccani 13. maí.

Ef þeir tónleikar henta ekki er hægt að velja miða á aðra tónleika starfársins. Handhafar stakra tónleikamiða geta einnig óskað eftir því að fá miðana endurgreidda.

Tónleikagestir eru beðnir að hafa samband við miðasölu Hörpu til að bóka ný sæti. 

Tónleikakynningin sem vera átti kl. 18:20 fellur einnig niður.

midasala@harpa.is
sími 528-5050

(Uppfært 9. apríl 2015)